Sjóvá: Upplýsingar um virðishækkun óskráðra hlutabréfa og ávöxtun af fjárfestingareignum í stýringu á árinu 2021
January 03 2022 - 11:31AM
Sjóvá: Upplýsingar um virðishækkun óskráðra hlutabréfa og ávöxtun
af fjárfestingareignum í stýringu á árinu 2021
Sjóvá-Almennar tryggingar hf:
Upplýsingar um
virðishækkun óskráðra
hlutabréfa og ávöxtun
af fjárfestingareignum í
stýringu á árinu 2021
Í drögum að uppgjöri á fjárfestingarstarfssemi
er virði óskráðra eigna fært upp um 520 m.kr. á fjórða ársfjórðingi
2021. Þessi breyting skýrist að mestu leyti af því að virði
hlutabréfa í Controlant er fært upp á fjórðungnum en auk þess er
virði hlutabréfa Loðnuvinnslunnar og Kerecis fært upp. Samkvæmt
drögum að uppgjöri nemur ávöxtun fjárfestingareigna í stýringu um
18,4% og nema fjárfestingartekjur af eignum í stýringu um 8.000
m.kr á árinu 2021.
Frekari upplýsingar um afkomu félagsins verða
kynntar við birtingu ársuppgjörs þann 10. febrúar nk. Áréttað skal
að uppgjörið er í vinnslu og kann því að taka breytingum fram að
birtingardegi.
Nánari upplýsingar veitir:
Andri Már Rúnarsson í síma 772-5590 eða á
netfangið fjarfestar@sjova.is
Sjova-almennar Trygginga... (LSE:0QS8)
Historical Stock Chart
From Dec 2024 to Jan 2025
Sjova-almennar Trygginga... (LSE:0QS8)
Historical Stock Chart
From Jan 2024 to Jan 2025